Monday, December 16, 2002

Svona var þetta, kveð að sinni. Bloggferill minn hefur runnið sitt skeið á enda

Sunday, December 15, 2002

Jólalög
Desember er tími jólanna eins og allir vita og jólunum fylgja jólalög. Þau eru misgóð en ég á mér uppáhaldsjólalög sem ég ætla að láta flakka hér. En fylgifiskur ,,uppáhaldslista" er ,,leiðinlegilistinn" og læt ég hann einnig fylgja með.
Í uppáhaldi
1. Oss barn er fætt. Sungið af Ragga Bjarna. Afskaplega hátíðlegt og fallegt lag.
2. Er líða fer að jólum. Sungið af Ragga Bjarna. Klassískt lag sem kemur manni í rétta jólagírinn í öllu stressinu.
3. Let it Snow. Sungið af Dean Martin. Hresst og skemmtilegt lag.
4. White Christmas. Sungið af Bing Crosby. Lagið er einfaldlega JÓLIN.
5. Er ég kem heim á Syðra Hól. Sungið af HLH flokknum. Mjög fyndið og öðruvísi jólalag.
Leiðinleg lög
1. Jólahjól. Sungið af Sniglabandinu. Með eindæmum leiðinlegt og vitlaust jólalag.
2. Nú skal segja. Sungið af ýmsum. Einhvern veginn skil ég ekki hvers vegna þetta er jólalag.
3. Litla jólabarn. Sungið af Andreu Gylfa. Þessi útsetning á þessu flotta lagi skemmir lagið alveg.
4. Strumpajól. Sungið af strumpum. Hvað er jólalegt við strumpa? Því eru þeir að syngja jólalög? Fnuss.
5. Sleðaferð. Sungið af Skapta Ólafs. Átti að vera comeback fyrir Skapta en því miður tókst það ekki.
Fróðleikur á sunnudegi
Vissu þið...............
.........að það þarf 17 tonn af pappír til að prenta sunnudagsmoggann?
.........að ,,White Christmas" með Bing Crosby er mest keypta og spilaða jólalag allra tíma?
.........að Dean Martin lést 27.desember árið 1995?
.........að framleiðendur James Bond reiða sig nær eingöngu á auglýsingar?
.........að Eiríkur Rauði fann Grænland eingöngu vegna þess að hann var útlægur af Íslandi?
.........að við syngjum ,,Jólasveinar ganga um gólf" vitlaust?
.........að Jón Baldvin kallaði pabba sinn alltaf Hannibal?
.........að ég er frændi Jóns Baldvins?
Grannafréttir
Það er allt að gerast í Grönnum þessa dagana. Eins og vanalega á sunnudögum mun ég segja nýjustu fréttir af Grönnunum okkar í Ástralíu (the land down under). Paul er sennilega að hætta í þáttunum en honum hefur verið boðið að leika með fótboltaliði sem kallast Adeileine Crows og það var svaka kveðjupartý fyrir hann. Kannski er hann bara farinn í frí og kemur aftur, við vonum það allavega. Steph er voða hrifinn af Mitch en Lyn (mamma Steph) er nú ekki allt of hrifinn af því. Lyn las Mitch pistilinn og allt varð vitlaust. Lou reynir að ná Louise dóttur sinni til baka en það bara tekst ekki. Hann tapaði málinu í annað skiptið og nú ætlar kynfaðir Louise að flytja út í sveit og þá er Lou í vondum málum. Joel játaði ást sína á Dee og það er viss togstreita sem fylgir því. Toad er í vandræðum í vinnunni og er á milli steins og sleggju. Ritarinn hans Karls er alltaf að reyna við hann og Susan er ekki ánægð með það. Harold er að reyna að fá nafni götunnar breytt aftur í Ramsey st, en nú heitir það Ramsbotton St. Sem sagt: ALLT AÐ GERAST Í NEIGHBOURS.