Saturday, December 14, 2002

The King
Til landsins er komin Norðmaður sem kallar sig Kjell Elvis. Það sem hann gerir er að fara út um allan heim og skemmta, ekki þannig að hann sé bara að syngja lög sem kóngurinn gerði ódauðleg heldur er hann einfaldlega að reyna að vera HANN. Þetta finnst mér afskaplega sérkennilegt. Ég veit vel að þúsundir manna eru svokallaðar Elvis eftirhermur en vekur það ekki upp spurningar um geðheilsu þessara manna og kvenna, eða hvað?Ekki ætla ég að dæma um það hér. Ég er Elvisaðdáandi og fer ekki leynt með það. Ég hef gaman þegar aðrir söngvarar taka lög sem Elvis söng og útfæra þau en ég set spurningarmerki við það þegar þessar eftirhermur gera það. Mér finnst það að herma eftir einhverjum ekki vera til þess fallið að halda uppi heiðri listamannsins. Ég sá auglýst í sumar að Broadway ætlaði að vera með sýningu um Elvis. Ég hlakkaði til enda hélt ég að íslenskir söngvarar myndu flytja Elvislög, hver með sínu nefi, en nei, síðan kom það á daginn að hér er á ferð eftirherma. Elviseftirherma. Þá snarminnkaði áhuginn. Þessi Kjell Elvis nær Elvis svo sem ágætlega en við verðum að hafa það hugfast að það er bara EINN kóngur, sá heiti Elvis Aaron Presley. Ég þarf ekki að sjá einhvern norðmann reyna að vera Elvis og auglýsir sig þannig að hér sé Elvis komin. Ein auglýsing hljómaði svona: ,,Misstir þú af Elvis þegar hann var og hét, ekki örvænta því nú færðu að berja goðið augum, Elvis á Broadway".Ekki alveg að gera sig finnst mér. Kóngurinn lifir áfram í gegnum lögin sem hann gerði ódauðleg. Elvis has left the building.Litlu jólin
Á föstudaginn held ég litlu jólin með bekknum mínum. Ég man þegar ég var í grunnskóla þá var alltaf svo gaman á litlu jólum, allir svo fínir og með pakka og smákökur og kerti og gos og allt. Nú er ég ekki í því hlutverki, nú er ég í því hlutverki að sjá til þess að þessi litlu jól takist vel, ég verð að finna jólasögu og sollis. Er einhver með hugmynd að fallegri jólasögu?
Ótrúlegt
Í þessu bloggfríi mínu las ég ekki blogg annarra. Nú er ég að skoða gamlar færslur og so on. Það sem vakti athygli mína var það sem þessi blessaða Beta sagði um Munda vin minn og félaga úr MA. Ég varð í raun orðlaus og ætla ekki að eyða púðri í það hér. Svona gjörðir lýsa sennilega best innræti þess sem skrifar.
Well
Ég hef ekki bloggað mjög lengi sem er skiljanlegt sko. Anna mín var að klára prófin og við vorum að jólast saman, en nú er hún farin norður og ég er einn eftir í borg óttans, það er ekkert spes sko. En ég fer norður eftir viku og þá verður gaman, það er svo gaman þegar allir eru saman eða eitthvað svoleiðis. Annars er ég og Anna búinn að kaupa flest allar jólagjafirnar og farin að skrifa á jólakortin og ég veit ekki hvað og hvað. Ég fór fínt jólaskap þegar Anna var hérna en ég er ekki í neinu jólaskapi núna, snökt en það þýðir ekki að örvænta, ég fer fljótlega norður.

Tuesday, December 10, 2002

Það er ekki laust við.....
.......að ég sé komin í smá jólaskap enda búið að vera skreyta stofuna í dag og fleira. Einnig er Anna alveg að verða búin í prófum og þá getum við farið að jólast smá í jólagjöfum og skemmtilegheitum. Hún er í prófi núna og það er vonandi að það gengur vel. Ég fór með Elvis jóladisk í skólann og það vakti alveg lukku, ég fór líka með íslenskan jóladisk svona til að gæta fyllsta hlutleysis..........

Monday, December 09, 2002

Hvar er Jónas????
Jónas pilot er nánast hættur að láta í sér heyra á blogginu og það náttúrulega gengur ekki, hvar ertu félagi????????
Anna og sálfræði
Hún Anna mín er að stressast upp enda 5 eininga klínupróf á morgun. Ég er sannfærður um að hún muni standa sig vel enda á hún auðvelt með að taka próf og tekur frábær próf. Prófið er á morgun í Eirbergi (er það ekki hjá sjúkrahúsinu?), hún var ekki viss og ég held að það sé þar, en ef ekki þá megi þið endilega segja mér hvar Eirberg er?
Guðrún Birna
Guðrún Birna er drengur góður en sagt hefði verið í Íslendingasögunum. Guðrún er kærasta Gumma (stórvinar míns) að norðan. Saman eiga þau son sem ég ætti að hafa séð mun oftar en hef ekki gert og skammast ég mín fyrir heimsóknarleysi mitt. En ég hef mjög gaman af því að lesa bloggið hennar Guðrúnar (líka hans Gumma en tala um það seinna). Það er svo einlægt og vel skrifað. Hún horfir á Nágranna eins og ég og það er fátítt í bloggheiminum, go Neighbours. En ég rak augun í það að þau hafa sagt upp áskriftinni að Stöð 2, það var leitt að heyra en ég get tekið upp Neighbours á sunnudögum og látið þig fá ef þú vilt. Þá kannski geri ég mér ferð þessa 5 metra og lít við, Gummi skammaði mig nú um daginn fyrir þetta, þetta er út í hött. Allavega, haltu áfram á þessari braut bloggsins.
Einkennilegt......
........hvað það eru margir sem þurfa að vera að rífast og kíta hér á blogginu (nefni engin nöfn). Ég sjálfur nenni ekki að standa í því, en aftur á móti hef ég mjög gaman af skoðanaskiptum og rökræðum. Ég varpaði t.a.m. fram skoðun minni á ofbeldi í tölvuleikjum og fékk fín ,,komment" og ekkert annað en gott um það að segja. Vinir mínir og bloggvinir settu fram sína skoðun og allt gert í góðu en svo hef ég verið að skoða bloggsíður þar sem beinlínis er um skítkast og leiðindi að ræða, það er ekki málefnanlegt. Skora ég því á bloggheiminn að vera málefnalegur í umræðum.
Hangikjöt
Amma í Grafarvogi bauð mér og Önnu og Nonna bróðir í hangikjöt í kvöld, namm, hlakka til. Verst að Anna mín getur ekki komið þar sem hún er að fara í próf á morgun. Gangi þér vel Anna mín, þú tekur klínuna í nefið.
Jákvæð viðbrögð
Foreldrar eru almennt ánægðir með það að ég hringi heim til að tala um það jákvæða. Voða gaman að þessu og skemmtilegt að ræða við foreldra.
Takk
Ég er ánægður með þau skoðanaskipti sem átt hafa sér stað í sambandi við ofbeldi í tölvuleikjum. Takk Geiri, Valla, Jói og fleiri. Geira verður tíðrætt um vídeó og fréttatíma, munurinn er samt sá að það er ekki vanabindandi að horfa á það. Geiri veit það jafnvel og ég að tölvuleikir hafa ótrúlegt aðdráttarafl sem börn sogast inní. Þessir tölvuleikir verða raunverulegri og raunverulegri og þar er hættan. GTA gengur þvert á allt sem við getum kallað siðareglur og það er hættulegt því börn eru svo móttækileg fyrir svona á þessum aldri.

Sunday, December 08, 2002

Ofbeldi í tölvuleikjum
Það er ekki laust við að maður skammist sín fyrir að hafa haft gaman af því að spila tölvuleik sem kallast Grand Theft Auto. Nú er ég að kenna ungum krökkum og margir spila þennan leik. Þessi leikur brýtur gegn öllu sem kallast getur siðmenning. Þessi leikur eða leikir ganga út á það að stela, drepa, berja o.s.frv. Þetta er ekki leikur þar sem það er eitthvað stríð í gangi, ó nei, þú lemur næsta mann og skýtur hann ef þið langar til. Það er athyglivert að lesa greinar erlendra fræðimanna sem gagnrýna svona, hægt er að lesa grein í Mogganum í dag sem einmitt fjallar um þennan tiltekna leik. Ég er á því að það á að banna þennan leik, ekki spurning. Þessi leikur stríðir gegn öllu velsæmi. Eins og ég sagði hafði ég gaman að þessum viðbjóð og þykir mér það miður. Ég er á því að á sumum stöðum þurfum við að draga mörkin. Í USA er leikurinn bannaður fyrir 18 ára og yngri en ég bara spyr, er ekki playstation markaður mest megnis að höfða til krakka sem eru ekki orðnir 18 ára? Allavega er markaðsetningin þannig hér á landi. Ég er ekki að gagnrýna þá sem hafa gaman af þessum viðbjóð, eingöngu að mælast til að þessi leikur og fleiri svona leikir verði einfaldlega bannaðir. Við komust vel af án þess að fara í tölvuleik sem gengur út á það að drepa og stela saklaust fólk. Þar verðum við að draga mörkin. Grand Theft Auto er siðlaus leikur.
Auglýsingar
Nú hellast yfir okkur auglýsingar sem aldrei fyrr enda eru jólin tími kaupmanna. Allt snýst nú um að kaupa og kaupa, geðveikin í okkur Íslendingum er slík að við hikum ekki við að valta yfir náungann til að geta keypt og keypt. En það var ekki það sem ég ætlaði að tala um. Auglýsingar eru misgóðar, sumar afleitar en aðrar frábærar. Uppáhalds ,,venjulega" auglýsingin mín er frá Sjóvá þar sem einhver gæi er að ganga um og það rignir froskum og kýr og píanó falla til jarðar. Það er vönduð og upplífgandi auglýsing. Uppáhalds ,,jólaauglýsingin" mín er þegar jólasveinninn er á leið á sleðanum sínum með gjafir handa krökkunum en snýr við og eltir flutningabíl sem er fullur af Tuborg bjór. Ekki beint jólalegt en mjög fyndið samt sem áður........
Nýjustu grannafréttirnar
Í dag er Nágrannadagur á stöð 2 en þá eru sýndir 5 þættir í 2 hours of Neighbours, bara snilld. En það er allt að gerast í Grönnum. Steph er að deita nýjan náunga sem er ekki allur þar sem hann er séður, Lou er að berjast til að fá aftur forræði yfir dóttur sinni en eins og þið vitið þá komst hann að því eftir 6 ár að hann er ekki kynfaðir hennar, það er búið að breyta götunafninu frá Ramsay Street í Ramsbottom Street og Grannarnir okkar eru ekki sáttir, nýji ritarinn hans Karls er skotinn í honum en hann á konu........................ALLT AÐ GERAST..........
Atvinnulaus
Á föstudaginn fór ég með bekkinn minn í heimsókn í Morgunblaðið. Ég þurfti að passa 20 12 ára krakka og það gekk bara svona líka vel. Við fengum að skoða húsnæðið og prentvélarnar og allt, fengum meira að segja nammi :). Yfirmaður áskrfitardeildar leiddi okkur um allt. Í lokin fórum við svo í lítin fyrirlestrarsal og þá var spurningartími. Krakkarnir voru mjög áhugasamir og maðurinn sagði að ef þeim vantaði vinnu í framtíðinni ættu þau að prófa að sækja um hjá Morgunblaðinu. Þá heyrðist í einum ungum pilti: ,,Já, ég er nú búinn að vera atvinnulaus í 12 ár, það vill bara engin ráða mig".
Fróðleikur á sunnudegi
Vissu þið.......
.........að Ellý Vilhjálms var gift Svavari Gest (SG - hljómplötur)?
.........að James Dean var aðeins 24 ára þegar hann dó?
.........að Buddy Holly dó í flugslysi?
.........að einveldi Danakonungs stóð í 187 ár?
.........að það kostar 500.000 krónur að kaupa heilsíðuauglýsingu í Morgunblaðinu?
.........að Ronald Reagan og Frank Sinatra voru vinir?

Þynnka
Atli stórvinur minn kom í heimsókn í gærkvöldi og við fengum okkur nokkra bjóra af sjómannasið. Því er maður hálf þunnur í dag en það er bara gott á mig, haaa