Saturday, November 23, 2002

Bush og Davíð
George W. Bush og Davíð Oddsson voru á leiðtogafundinum í Prag. Það er mynd af þeim utan á föstudagsmogganum. Þeir þyrftu bara að haldast í hendur vinirinir, ég mundi allavega teygja mig í höndina á Bush og síðan í höndina á Davíð og standa á milli þeirra, það væri nú gaman að því.
Út á lífið
Það er nú ekki oft sem ég kíki út á lífið núna síðustu mánuði, hef minnkað það mikið og það er af hinu góða. Ég og Anna mín ætlum að gera okkur glaðan dag og kíkja aðeins út. Það verður væntanlega öl við hönd, ég hef nú gaman að því að fá mér aðeins, ha, það er gaaaaammmmmaaaaaaannnnnn að þessu :)
Gnerrenburg
Ég er yfirleitt með þeim fyrstu til að fagna því þegar nýtt íslenskt sjónvarpsefni kemur fram á sjónarsviðið. Gnarrenburg er nýr íslenskur þáttur sem Stöð 2 sýnir á föstudagskvöldum. Þessir þættir eru hreint og beint RUSL. Þvílíkan ófögnuð hef ég aldrei séð í sjónvarpi. Jón Gnarr er ágætur skemmtikraftur en hann getur ekki stjórnað sjónvarpsþætti. Ég veit að þetta er svo sem ómálefnalegt hjá mér en mér er sama, verð að fá að tala út um þennan þáttarviðbjóð sem sýndur er í íslensku sjónvarpi. Veit um dæmi þess að menn hafa hringt upp á Stöð 2 til að skamma liðið, ha. Þennan þátt þarf að taka af dagskrá og það sem fyrst, í guðana bænum.

Friday, November 22, 2002

Enska
Ég hef alltaf talið mig þokkalegan í því að skilja ensku og skrifa hana en ég er pínu óöruggur að tala hana. Einhver lenska hjá mér. En nú er ég með 7.bekk í átaki í ensku, þau eiga bara að tala ensku í tímum, svipað og Ólafur Rafn gerði í MA, en málið er það að ég er pínu óöruggur, þarf að æfa mig. Er þá rangt að fara í svona átak? Hvað get ég þá gert? Ha, en þau taka þessu vel og þetta gengur þokkalega, svo þarf tíminn bara að leiða þetta í ljós.

Thursday, November 21, 2002

Das Experiment
Það er ekki á hverju kvöldi sem ég fer á ÞÝSKA mynd í bíó en það gerðist í kvöld. Ég fór ásamt Önnu minni á kvikmyndina Das Experiment í Háskólabíó. Ég á eiginlega engin orð til að lýsa þessari mynd, hún er það ROSALEG. Þið sem farið ekki oft í bíó en langar að sjá virkilega átakalega og góða mynd, farið á Das Experiment í Háskólabíói. Hún er eiginlega ekki fyrir viðkvæma því spennan er hreint og beint ótrúleg, eins og Anna sagði:,,Ég verð með strengi í maganum á morgun".
Bekkurinn
Þetta er 7.bekkur V - bekkurinn sem ég er að kenna í Álftanesskóla. Ég er líka á þessari mynd, sko, þarna er ég, haaaaa.

Kennarinn
Eins og flestir vita er ég að læra að verða kennari. Ég hef mjög gaman að því að vinna með börnum, það er afskaplega gefandi og skemmtilegt starf. Það er enginn dagur eins. Um daginn héldum við uppá dag íslenkskrar tungu. Hægt er að skoða myndir frá því hér og hvet ég ykkur til að kíkja á það :)
Vídeó og fínerí
Ég hef minnkað gsm notkun mína um allavega helming síðan ég flutti hingað suður. Ég er sjaldan með kveikt á símanum og þegar ég með kveikt þá er ég með hann á silent. Þar af leiðandi sá ég ekki sms skilaboð frá honum Jóhanni vini mínum þar sem hann var að mælast til þess að ég og Anna kæmum í vídeó. Við verðum að eiga það inni, en það er samt visst frelsi að minnka gsm notkunina. Hefði þó gjarnan vilja sjá þessi skilaboð. Eins hringdi Guðmundur Sveinsson stórskáti og vinur minn í mig á miðvikudagskvöldið en þar sem síminn var á silent sá ég það ekki fyrr en daginn eftir. Svona er þetta nú, erfitt að ná í kennarann.

Wednesday, November 20, 2002

Jónas Thorlacius
Það er langt síðan ég hef hitt hann Jónas og sennilega er það nú mér að kenna, mikið að gera í vinnunni og skólanum, gef mér of lítin tíma fyrir vinina og það er synd. Þarf að fara að bæta úr þessu. Sama gildir um: Jóa, Geira, illmennið, Stjána, Erlu, Einsa Konn (æskuvinur sko) og fleiri. Verð að fara að gera eitthvað í þessu, gengur ekki sko......
Heimsókn
Ég og Anna virðumst ekki vera velkomin í heimsókn til hans Jóhanns þar sem þarf víst að sína einhvern passa, ekki sáttur við það. Annars skil ég ekki alveg hvað hann Mojo vinur minn er að meina með þessu bulli um eitthvað Pálmaristan eða hvað hann kallar það. Vona að hann skýri það á blogginu sínu.
Hlaup og hlaup og hlaup og.........
Í morgun var Norræna skólahlaupið hérna í Álftanesskóla í grenjandi rigningu og roki. Við kennarar áttum að taka þátt og kennarinn frá Bolungarvík var nú bara í gallabuxum og strigaskóm, þunnum bol og jakka, ekki alveg að klæða sig eftir veðri. Ég lét mig nú hafa það að ganga einn hring um 2,5 kílómetra og var ekkert smá stoltur af afrekinu, en lungað úr mínum bekk hljóp 2 - 4 hringi, og þá tala ég um að hlaupa. Ég hálfskammaðist mín, þetta eru kannski merki þess að ég þurfi að koma mér í betra form, já seisei.

Tuesday, November 19, 2002

Linkar
Þóra og Auður hafa bæst í hóp bloggara, gott mál :).
Géingar
Ekki veit ég hvort íslenskufræðingar mundu samþykkja þetta orð en Géingar eru þeir sem voru í 3.G og 4.G í Menntaskólanum á Akureyri. Má þar nefna Huginn, Geira, Arnljót, Villa, Ásu, Evu, Dæju, Auður og fleiri. Nú hefur Þóra Ágústsdóttir frá Skagaströnd bæst í hóp bloggara og fagna ég því. Þóra vinnur hjá Símanum, já ,það veit ég allavega. Hef ekki séð hana síðan við útskrifuðumst úr MA. Er ekki rétt að við Géingar hittumst við tækifæri, getum látið boðið ganga á blogginu, þessum nýja ,,miðli".
Lifið heil.
p.s. er ekki Auður farin að blogga líka?
p.s.2. Nei Dæja, það er EKKI gæfulegt að byrja á jólalögunum svona snemmta og hana nú.
Erfiður dagur
Mikið svakalegt er þetta búið að vera erfiður dagur, mikill galsi í krökkunum. Svo þurfti ég að fara á Fund í Garðaskóla í Garðabæ og svo kennarafund og svo uppbyggingarfund og svo og svo og svo..................... Það verður ekkert smá ljúft að komast heim til Önnu og slappa af, alveg himneskt.
Lifið heil.

Monday, November 18, 2002

Allt að gerast......
..........í Neighbours. Lou hélt hann væri kynfaðir Lollyar en kemst svo að því eftir 6 ár að hann er það ekki. Allt fer í hnút og Lou missti forræðið yfir Lolly, ja hérna hér, þetta er SVAKALEGT. Fylgist spenntur með framhaldinu á sunnudaginn því þá er two hours of Neighbours á Stöð 2, yeah.

Gunnar í Krossinum
Gunnar Þorsteinsson í Krossinum er mikill öfgamaður sem erfitt er að rökræða við. Hann var hjá Jóni Ársæli í þættinum Sjálfstætt Fólki í gærkvöldi. Krossinn hefur hjálpað mörgum sem eiga um sárt að binda og það er af hinu góða, ég er samt ekki hlynntur því að fólk þurfi að borga einhverjar fjárhæðir til að vera í þessum samtökum. Hið opinbera á að styrkja þessa starfsemi. Allavega, þá gerði Gunnar eitt sem ég held að margir mættu taka upp eftir honum. Móðir hans Gunnars var myrt af miklum ógæfumanni sem var í dópi og rugli. Skelfilegt alveg hreint. Gunnar fyrirgaf þessum ógæfumanni og heimsótti hann á Réttargeðdeildina að Sogni. Það var mjög eftirminnilegt. Ekki er hægt að réttlæta morð en ég er á því að með þessari fyrirgefningu hafi þessi ógæfumaður öðlast smá sáluhjálp sem á eftir að nýtast honum í framtíðinni. Gunnar Þorsteinsson gerði rétt með því að gera þetta og það eru alls ekki allir sem gætu leikið þetta eftir. Það má deila um Gunnar, en það sem hann gerði með þessari fyrirgefningu er óumdeilanlegt. Gott mál Gunnar.
Kaup á húsum í USA
Ég ákvað að kíkja á annan þátt með Oprhu, bara til að athuga hvort þessir þættir væru virkilega svona lélegir. Ég hef aldrei getað horft á heilan þátt (fyrir utan þáttinn um konuna frá Nígeríu) en ákvað að nú skyldi ég geta þetta. En ég gat það ekki, gafst fljótt upp því sá þáttur fólst í því hvernig er best að kaupa sér hús. Fólkið í þættinum var ekki viss um hvort það ætti að kaupa hús sem kostar 300.000$ eða 800.000$, bíddu, eru það meðal Bandaríkjamenn? Hverjum átti sá þáttur að hjálpa. Millistéttinni eða ríka fólkinu? Allavega var þessi þáttur ekki að gera sig hérna á Íslandi. Ég spyr, hvers vegna er íslensk sjónvarpsstöð að bera á borð þættina eins og hana Oprhu? Fjallar mest um krísur Kanans og hefur lítið að gera hingað upp á litla Ísland. Ég er alveg sammála því að ég get vel slökkt eða skipt um stöð, það er ekki málið, það pirrar mig bara að svona þáttur er í íslensku sjónvarpi. Það er ekki einu sinni hægt að hlæja að þessu, það er þó hægt að hlæja að Jay Leno. Nei ó nei, Ophra er sí og æ að gefa sig út fyrir að vera kona almennings, með stjarnfræðileg laun, í guðanna bænum...........
Annars er þetta bara mánudagsröflið.
Lifið heil.
Ein sem allir verða að sjá
Sem mikill áhugamaður um kvikmyndir horfi ég mjög mikið á myndbönd og fer oft í bíó. Í gær sá ég kvikmynd sem ég hvet ykkur öll til að sjá, eiginlega er skylda að sjá þessa mynd því hún er svo góð. Kvikmyndin heitir Monster´s Ball og fer Billy Bob Thorton og Halle Berry með aðalhlutverkin. Berry fékk óskarinn fyrir frammistöðu sína og hún sýnir snilldarleik. Ef þú ert ekki búin að sjá þessa mynd þá skaltu leigja hana, STRAX.
Gamlir bekkjarfélagar
Það er ekkert smá gaman að fá viðbrögð við þessu bloggi, bekkjarfélagar mínir úr grunnskóla og menntaskóla hafa haft samband, gaman að því.
Danska
Ég kenni ekki dönsku í 7.bekk, það er annar kennari sem sér um það sem betur fer þar sem ég er nú ekkert sérstaklega góður í dönsku. Málið er samt að nemendur eru bara ekki að vilja vera í dönsku, það virðist hafa verið gegnum gangandi í gegnum árin að það er innstimplað að danska sé leiðinleg. Er það rétt? Ég man ekki eftir því að mér hafi þótt vera leiðinlegt í dönsku, hvað er það við dönsku sem nemendum þykir svona leiðinlegt? Ég veit það ekki svei mér þá..............

Sunday, November 17, 2002

Fróðleikur á sunnudegi
Vissu þið........
.............að Coca Cola Company kom fram með Pepsi?
.............að árið 1627 var tæplega 400 Íslendingum rænt af sjóræningjum?
.............að árið 1937 var hafin ríkisútgáfa á skólabókum?
.............að árið 1133 var fyrsta klaustrið stofnað á Íslandi?
.............að Harry Truman var forseti Bandaríkjanna þegar þeir vörpuðu kjarnorkusprengjum á Japan?
.............að Ragnar Bjarnason er fæddur 22.september árið 1934?
.............að Elvis Presley dó þann 16.ágúst árið 1977?
.............að ég er fæddur 10.september árið 1978?
?????????????????????????????????????????????????????????????????????????