Saturday, November 16, 2002

Íslensk útvarpsstöð
Sú var tíðin að Útvarp Saga gaf sig út fyrir að vera eina útvarpsstöðin í heiminum sem spilaði bara íslensk lög. Þessi útvarpsstöð hafði mikla sérstöðu og ég hlustaði alltaf á hana. Síðan tóku þeir uppá því að breyta henni í kjaftastöð og marka sér sérstöðu með því. Ég bara skildi það aldrei, því margir sem ég þekkti voru sáttir og ánægðir með þessa íslensku tónlistarstöð. Ég hætti að hlusta á Útvarp Sögu og veit ég að margir gerðu slíkt hið sama.
Í dag tók ég gleði mína að nýju þegar ég komst að því að það er íslensk stöð á fm 91.9. Hvet ég ykkur til að hlusta á þá stöð, fín tónlist og eingöngu íslensk tónlist. Gott framtak hjá þeim sem standa á bak við þessa stöð.

p.s. hvað er það hjá Létt 96.7 að spila jólalög núna um miðjan nóvember? Þetta nær ekki nokkurri átt..........
Of fínn
Í gær fór ég nokkuð huggulegur til fara í vinnuna (þó ég segi sjálfur frá) vegna þess að þá hélt Álftanesskóli hátíð vegna dags íslenskrar tungu. Hátíðin tókst mjög vel. Þegar ég var síðan á leið heim var ég stoppaður af löggunni. Ég var með ljós, í belti, á löglegum hraða og ekki að tala í gsm símann. Ég velti því fyrir mér hvers vegna hún var að stöðva mig.
Allavega:
Valdimar: skrúfar niður rúðuna, ,,ískurískurískur"
Lögreglumaður: ,,Góðan dag, ert þú með ökuskírteini?".
Valdimar (lækkar í útvarpinu): ,,Já, það er hérna einhversstaðar".
Valdimar réttir góða lögreglumanninum ökuskírteinið.
Lögreglumaður: ,,Jæja Valdimar, þú hefur ekkert verið að drekka í dag, er það nokkuð?"
Valdimar: ,,Nei, benti ökulagið til þess eða?"
Lögreglumaður: ,,Nei, þú ert bara svo fínn".
Valdimar:,,Of fínn, já það er dagur íslenskrar tungu á morgun".
Lögreglumaður: ,,Þú segir nokkuð, aktu varlega vinur".
Valdimar: ,,Geri það".
bbrrrrrrrrrrrrrrrrmmmmmmmmmmmmm

Já, það er margt einkennilegt að gerast í borg óttans.
Til hamingju með daginn
Í dag er dagur hinnar íslensku tungu. Höldum upp á það.
10 ástæður þess að það er gott að vakna snemma á helgum:
1............dagurinn nýtist mun betur.
2............hægt að hlusta á morgunútvarpið á Rás 2.
3............eldað heitan mat í hádeginu.
4............farið í heimsókn til skyldmenna klukkan 13:00.
5............kaupa nýbakað bakkelsi í bakaríi.
6............verið fyrstur í sturtu.
7............farið í göngutúr og hlustað á þögnina.
8............horft á Afa á stöð 2.
9............útbúið morgunmat handa sinni heittelskuðu.
10..........farið snemma að sofa um kvöldið (hhhmmmm)...............

Friday, November 15, 2002

Vanilllllllllllllaaaaaaaaaaaaa
Vanillu coke er gott-------------ÍSKALT.
Bílastæðamál
Hehehe, Gummi skáti vinur minn og stórvinur er að tjá sig um mig og mína keyrslu á bílastæðunum við stúdentagarðana. Já, það er rétt þessi saga um mig og stefnuljós, ég veit ekki hvers vegna ég geri þetta en þegar ég sný stýrinu þá tek ég stefnuljós. Alltaf að spila af öryggi, ekki satt. Veit ekki hvort þetta sé eins í ökuskólanum en það getur vel verið. Annars er bíllinn eitthvað að gefa sig blessaður. Bensíngjöfin er pínu stíf og þegar ég þarf að hægja á og taka af stað þá hikstar bíllinn endalaust. Það er frekar erfitt að vera í bílnum niður Laugaveginn, svei mér þá..............

Thursday, November 14, 2002

Hin íslenska tunga
Þann 16. nóvember verður dagur hinnar íslensku tungu haldin hátíðlegur. Þessi dagur varð fyrir valinu því það er afmælisdagur Jónasar Hallgrímssonar en hann samdi m.a. mörg gullfalleg ljóð og þykir mér ,,Ég bið að heilsa" hans fallegasta ljóð. Við ,,bloggarar"(er ekki eitthvað betra orð til á íslensku) ættum því að heiðra minningu skáldsins með því að skrifa eingöngu á okkar ástkæra tungumáli.
Álftanesskóli mun halda upp á daginn á morgun þar sem 16.nóvember ber upp á laugardegi. Það verður ýmislegt gert til að halda upp á daginn. Nemendur og kennarar lesa íslenskan texta, úrslit í ljóða - og smásagnarsamkeppni verða kunngjörð og svona mætti lengi telja.
Stöndum vörð um íslenska tungu.

Samræmd próf
Útkoman úr samræmdum prófum í 7.bekk kom í dag og verð ég að segja að minn bekkur kom bara nokkuð vel út. Til lukku með það 7.bekkur V.

Wednesday, November 13, 2002

Einelti
Einelti er mjög alvarlegur hlutur sem því miður fyrirfinnst í okkar samfélagi, á vinnustöðum, heimilum og skólum. Ég verð þó sínu mest var við eineltið í skólum. Einelti er skelfilegt og fer illa með litlar sálir (er nú að tala um einelti í grunnskólum) og það þarf því að koma í veg fyrir það. Ég fagna þeirri vitundarvakningu sem er að verða um einelti, af stórum hluta er það Stefáni Karli leikara að þakka. Umræðan um einelti er af hinu góða en ég er á því að þessi umræða er að rata í blindgötu.

Af hverju segi ég það?

Jú, því er nú þannig farið að umræðan snýst svo mikið um það að finna eineltið og útrýma því. Auðvitað þarf að gera það en hvað svo? Því miður koma eineltistilfelli annars slagið upp (of oft) en ég er á því að til að minnka eineltið þarf að fara út í fyrirbyggjandi aðgerðir strax í 1.bekk og jafnvel í leikskóla. Ég held að það sé samvinnan sem sé besta fyrirbyggjandi aðgerð til að koma í veg fyrir einelti. Því fyrr sem nemendur fara að vinna saman í hópum og sem heild því betra. Nemendur mega ekki festast í ,,klíkum", nemendur verða að skynja sjálfan sig sem einstakling en líka sem hluti af heild, bekkjarheild. Ef það tekst að fá góða heild þá er hægt að vinna MEÐ nemendum að verkefnum sem þau vinna í hópum. Ég læt mína nemendur nær eingöngu vinna í hópum. Þau áttu erfitt með það fyrst þar sem þau þekktu illa hópvinnu en núna finnst þeim fátt skemmtilegra en að vinna saman að ákveðnum verkefnum. Verkefnin eru nær undantekiningarlaust ,,opin", þ.e.a.s. það er ekkert eitt rétt svar. Þannig byggi ég líka upp umræður og leikþætti og fleira. Nemendur eru að vinna sem einn en í leiðinni að skynja sjálfan sig sem einstakling sem er hluti af heild. Allir eru eitt hjarta sem slær í takt. Ef það er byrjað að vinna markvisst með hópa og opnar spurningar á fyrstu árum grunnskóla þá er ég á því að einelti mun minnka. Ég hef engar rannsóknir til að styðjast við en þetta er mín tilfinning og reynsla. Bekkurinn sem ég tók við í haust var svolítið sundraður en núna er hann ein sál.

Því miður er það þannig í skólum að hópvinna virðist vera á undanhaldi. Kennarar þurfa að vinna MEÐ nemendum, ekki messa yfir þeim. Ég skamma mína nemendur nánast aldrei. Við vinnum saman og spjöllum saman og andinn er léttur og skemmtilegur. Þeim finnst fátt skemmtilegra en að gera leikþætti og flytja þá.
Samvinna nemenda skilar árangri, það er engin spurning.
Lifið heil.
p.s.þætti gaman að heyra ykkar skoðanir á þessum málum.
Viðbrögð
Gaman að fá viðbrögð við þessu bloggi. Mér líður ekki eins og Palla þegar hann var einn í heiminum. Gaman að þessu. Endilega kíkið á hugleiðingar hans Einsa Konn, lífskúnstner og trúbador. Mæli með því.
Svei mér þá
A.B.Bergsson var ekki ánægður með það að ég sagði Vilhjálmur "ekki sérlega skemmtilegi" Egilsson en það átti nú að vera spaug. Auðvitað þekki ég ekki manninn en hann kemur skelfilega illa út í sjónvarpi. Virkar ekki sérlega skemmtilegur í samræðum en málið er að ég get ekkert dæmt um það, ég sló þessu fram sem saklausu gríni. Ha, ég efast ekkert um áreiðanleika hans Villa Egils.

Tuesday, November 12, 2002

Geðmundur Gunnarsson
Stórvinur minn sem er búsettur á Akureyri en er Bolvíkingur og nýbakaður pabbi sendi mér póst og tjáði mér að hann læsi þetta blogg reglulega. Það er nú gaman að því. Gummi er flugfreyja og allrahandamaður. Byrjaði í kennaradeild Háskólans á Akureyri en ég veit ekki hvað hann er að gera núna. Frétti þó að hann væri að draugast eitthvað á nóttinni á hótel KJEA (eins og við Vestfirðingar segjum). Annars verð ég að kíkja á kappann og hans konu og erfingjann þegar ég kem norður. Þetta gengur ekki svona, ha.

Alltaf gaman.............
.........þegar ég og Ása erum sammála. Það gerist ekki á hverjum degi. Við félagarnir vorum þó sammála með Edduna.....

Monday, November 11, 2002

Edda ó Edda
Hinn íslenski óskar var veittur við hátíðlega athöfn í gærkvöldi og það var virkilega gaman að fylgjast með því. Hafið var sigurvegari kvöldsins enda ekkert skrýtið, stórmynd þar á ferð. Magnus Magnusson stal senunni og einnig Sveppi á Popp tíví. Eddan er af hinu góða, fín uppskeruhátíð þó svo að við framleiðum rétt um 6 myndir á ári. Bara gaman að þessu........
Vesen
Nú er Vilhjálmur ,,ekki sérlega skemmtilegi" Egilsson að gera allt vitlaust vegna prófkjörs Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Ég er svo sem sammála því að utankjörstaðaatkvæðin á Akranesi voru klúður en samt........Einar Kristinn náði öðru sæti og við fögnum því,,,ekki satt????????

Sunday, November 10, 2002

Einn í heiminum......eða hvað?
Stundum finnst mér tilgangslaust að ,,blogga" því ég hef það oft á tilfinningunni að engin sé að lesa þetta, EN svo verður maður svo ánægður þegar einhver sem maður þekki ekki er að lesa þetta eins og þessi stúlka. Það hlýjar manni pínu og hvetur mann til að halda á að skrifa hugleiðingar og annað.........Go bloggið......
Jæja, nú er ég farinn í Eddufílinginn. See yahhhhhhh
Lúdó
Ég og mín heittelskaða Anna fórum á dansiball í gærkvöldi. Lúdó og Stefán spiluðu fyrir dansi á Þórskaffi, það var snilld. Þeir eru frábærir. Tóku slagara eins og átján rauðar rósir, ólsen ólsen og vertu sæl María. Þeir eiga mikið inni blessaðir.
Jæja, best að fara að horfa á Edduna, hinn íslenska óskar.
Lifið heil.........
Go Gísli......
.........Marteinn. Flottir þættir hjá honum á laugardagskvöldum. Þátturinn hjá Jóni Gnarr er afleitur. Skelfilegur þáttur. Ekki hægt að horfa á þetta rusl. Þvílík þáttagerð. jaaaaakkkkkkkkkkkk
Fróðleikur á sunnudegi
Nýr dagskrárliður verður á Valdabloggi á sunnudögum í vetur. Þessi dagskrárliður kallast fróðleikur á sunnudegi. Verði ykkur að góðu.
Árið 1097 var tíund lögleidd á Íslandi að frumkvæði Gissurar Ísleifssonar biskups.
Árið 1241 dó Snorri Sturluson - eigi skal höggva.
Árið 1262 misstum við sjálfstæði okkar til Noregskonungs.
Árið 1340 komst verulegt skrið á skreiðaútflutning Íslendinga.
Árið 1380 urðum við undir Danakonungi.(ekki undir honum í þeirri merkingu hmmm)
Árið 1402 komst svarti dauði til Íslands.
Árið 1550 var Jón Arason Hólabiskup hálshöggvin.
Árið 1602 komst á einokun í verslun á Íslandi.
TO BE CONTINUED....................