Saturday, November 02, 2002

Steik í hádeginu
Synir Önnu (Egill og Atli) eru í heimsókn þessa helgi. Við kíkjum með þeim sem túr um borg óttans í dag. Anna mín og ég (smá) erum að elda þessa dýrindis steik. Anna borðar að vísu ekki kjöt og því gerði ÉG salatið sem hún borðar. Allir að hjálpast að á Eggertsgötu 4 íbúð 153.
Lifið heil..........

Friday, November 01, 2002

Sniðugt
Allt getur maður fundið út á netinu hehehe :)

Gummi vinur minn og skáti.......
......reyndi að hringja í mig í dag. Ég er í því númeri sem hann reyndi að hringja í, en ég er bara svo lítið með gsm símann þessa dagana. Ég er að hvíla hann. Hann er samt YFIRLEITT hjá mér á kvöldin............
Eru Kringlumenn að ganga af göflunum??????
Ég fór léttur í lund með kærustunni minni í Kringluna í dag, ætlaði að fara að versla í Bónus og kíkja á úlpur í Nanoq. Við vorum mikið að spjalla á leiðinni inn og litum því lítið í kringum okkur. Þegar við komum inn steinþögnuðum við því vitleysingarnir í Kringlunni eru búnir að skreyta þessa verslunarsamstæðu hátt og lágt. Þeir hljóta að vera að grínast. Taka niður skrautið á morgun og segja ,,nei bara djók, það er bara 1. nóv í dag, ekki 1. des. Þarna plötuðum við ykkur". Í kringlunni mátti sjá fullskreytt jólatré sem ég hef vanist að ætti að skreyta 22.desember, jólakúlur, stjörnur og ég veit ekki hvað og hvað. Þeir sýndu þó sóma sinn í því að hvíla jólasveininn en það hlýtur að vera búið að dusta rykið af honum. Þeir verða að plant honum einhversstaðar því jólin eru jú eftir tæpa tvo mánuði. Kringlan er að eyðileggja jólin. Ekki bara Kringlan því ég hef frétt að sænska ferlíkið IKEA sé líka búið að skreyta. Merkilegt alveg hreint.Hvað er að í þessu verslunarþjóðfélagi okkar? Allir á hlaupum í innkaupum. Ég spyr því: JÓLA HVAÐ???????????????

Thursday, October 31, 2002

Æskuvinur
Stórvinur minn úr Bolungarvík, Einar Örn Konráðsson, er byrjaður að blogga. Fagna ég því. Hvet ég ykkur til að lesa hugleiðingar hans. Hið besta mál.............
Road to Perdition
Fór í Regnbogann í kvöld með Önnu minni og Jóhanni Mojo stórvini okkar. Við sáum kvikmyndina Road to Perdition með Tom Hanks, Jude Law og Paul Newman (þessi utan á Newmans own popppökkunum - þessi gamli - þið vitið alveg hver það er ha). Myndin er í einu orði sagt frábær og hvet ég ykkur til að kíkja á þessa mynd. Stórkostlegir leikarar og skemmtileg flétta. Mynd fryrir vandláta.

Góðir þættir
Neighbours = góðir þættir :)......Góð ráð........
.....hjá Guðrúnu Birnu, skemmtilegir gullmolar þessi heillaráð dagsins. Áfram Guðrún. Hvað segir Gummi annars við Framsóknarveseninu?
Íslandssaga
Þegar ég var í grunnskóla var Íslandssaga leiðinleg því bókin var svo leiðinleg. Bækur eins og Sjálfstæði Íslendinga 1 og 2 eru afspyrnu leiðinlegar. Nú er ég í því hlutverki að kenna þessar bækur. Ég breytti kennsluháttum í sögu í Álftanesskóla. Mínir nemendur leika söguna, þ.e.a.s. þau fara í hlutverkaleiki. Á morgun eru þau að fara leika Tyrkjaránið út frá leikþáttum sem þau hafa unnið í 5 manna hópum. Nemendum finnst svakalega gaman í sögu og það er nýbreytni. Ástæðan fyrir því að ég kem þessu að hér er einfaldlega mont hehe. Ég verð að fá að auglýsa mig smá, það er ekki bannað, er það?????????
Lifi sagan

Wednesday, October 30, 2002

Ófögnuður
Mjög gott mál að Fréttablaðið er ekki sett lengur í póstkassann minn. Settur í hrúgu fram í anddyri og það eru ekki margir sem grípa það með. Fréttablaðið er RUSL. Ekkert annað en rusl. Gunnar Smári er líka loftbóla sem er fyrir löngu sprungin.....
Foreldraviðtöl
Á morgun er foreldraviðtaladagur í skólanum. Nemendur mæta með foreldrum sínum í viðtal til kennarans (til mín). Hvert viðtal tekur um 15 mín. Það er bara allt of stutt. Þeir sem til mín þekkja vita vel að ég get svo sem talað og talað, sérstaklega þegar ég hitti nýtt fólk. Sumir kennarar eru stressaðir að hitta foreldra, ég er aftur á móti stressaður yfir því að tíminn sem ég hef úthlutað þeim er of stuttur. Í þessum viðtölum er farið yfir stöðuna, hvernig barnið er að standa sig o.s.frv. Mjög gott mál að nemendur koma með. Það er nauðsynlegt að mínu mati. Man eftir því þegar ég var í skóla, ég fór nú bara einu sinni með í svona viðtal. Annars er ég á því að grunnskólakerfið er mjög gott. Að vísu eru launin ekkert til að hrópa húrra fyrir en börnin hafa það gott. Eru að læra um lífsins gagn og nauðsynjar. Stundum spyrja þau, af hverju er ég að læra dönsku? Ég hef eiginlega ekki svör við því, ástæðan er að ég veit það ekki. Miklu gáfulegra að kenna þeim frönsku í stað dönsku. Ég er allavega á því.

Tuesday, October 29, 2002

Flokksbróðir
Mundi vinur minn úr MA er byrjaður að blogga á nýjan leik. VIð Sjálfstæðismenn hljótum að fagna því.
Fyrsti snjórinn
Það er eitthvað við þennan fyrsta snjó, sumir gleðjast, aðrir verða pirraðir, sumir leggjast í þunglyndi o.s.frv. Ég er einn af þeim sem pirrast yfir snjónum. Hann er ágætur svo framalega sem hann er ekki að þvælast fyrir mér. Hann er ágætur í fjöllunum þar sem hann ætti að vera, ekki að þvælast inn í byggð eins og einhver vitleysingur. Annars er ég mjög vanur snjó enda var ég búsettur í Bolungarvík til 16 ára aldurs. Stundum þurftum við að grafa okkur UPP úr eigin húsi en við bjuggum í einbýlishúsi. Skaflarnir voru það stórir að þeir sem ekki til þekktu fundu ekki það hús sem þeir leituðu að og þetta eru engar ýkjur. Reykvíkingar fá ekki svona mikinn snjó en samt væla þeir og væla yfir smá föl. Keyra á 20 km hraða því þeir eru ekki komnir á vetrardekkin EN samt eiga allir að vera komnir á vetrardekkin, strax um miðjan október. Sífellt verið að fresta þessu og svo kemur þetta bara í hausinn á þeim. Ég vorkenni ekki þeim sem keyra aftan á og beygla stuðarann, þeir áttu að vera komnir á vetrardekk, svo einfalt er það. En snjór er ekki góður í byggð einfaldlega út af kuldanum og bleytunni, þoli það ekki.

SS - pylsur eru með skrýtna auglýsingu. Þar eru tvær pylsur að borða pylsur, hvað er það??????

Anna mín er á Blönduósi, ætti því að koma um 21:00. Hlakka til...........

p.s. er einhver sem getur sagt mér hvers vegna ég get ekki sett mynd á bloggið. Bloggdraslið vill ekki taka mynd. djö.....Svei mér þá
Sigurrós eru að gera ágætis hluti að ég held. Fannst fyrri diskurinn lala og hlustaði á nýja diskinn í morgunn, svona á milli kennslustunda. Greip hann nú bara því hann lá á borðinu. Ég verð eiginlega að segja að ég vissi í raun ekki hvort ég væri að hlusta á fyrsta diskinn eða þennan nýja því þeir eru eins, eða hvað? Eru það bara Sigurrósaraðdáendur sem heyra mun? Ég er ekki aðdáandi og því heyri ég ekki mun, þetta er sama mjálmið. Er INN að vera Sigurrósaraðdáandi? Veit ekki, ég fíla ekki Björk og finnst Sigurrós lala. Er ég þá úti í kuldanum? Ég fíla samt Elvis og Ragga Bjarna, það er sko INN.

Anna Sigga kærastan mín fer að fara að koma veeeeeeeeeeiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.

Monday, October 28, 2002

Vei
Kærastan mín hún Anna kemur frá Akureyri á morgun. Ég er búinn að vera eins og vængbrotin fugl í hennar fjarveru, ekki gaman að því. En ástin mín kemur á morgun þannig að, ekki nema um 20 klukkustundir, veiiiiiiiiiiiiiiii.

Addi Vistgata var tekin í nefið í Haukur í horni á skjá 1. Hehehe. Svoldið asnaleg spurning en samt fyndið. Gaman að því.

Hafið bláa hafið er heimildamyndaflokkur sem framleiddur er af BBC og sýndur á RYV. Hvet ég alla til að fylgjast með þessum þáttum. Fantavel gerðir.
Lifið heil.

Sunday, October 27, 2002

Jæja
Þá er enn einn sunnudagurinn að hefjast, þ.e.a.s. Neighbours dagur. Sniðugt hjá Stöð 2 að sýna 2 hours of Neighbours klukkan 12:00. Alveg á fínum tíma, eðalsjónvarpsefni. Þurfið endilega að fylgjast með því, það er nefnilega allt að gerast í Neighbours þessa dagana. Í gærkvöldi horfði ég á Hart´s War, kvikmynd með Bruce Willis og Golin Farrell. Ég varð fyrir þó nokkrum vonbrigðum. Myndin er hvorki fugl né fiskur, get því ómögulega mælt með þessari mynd. Takið frekar Die Hard ef því viljið sjá Willisin í ham. Hart´s War fær því ekki nema 1 og hálfa stjörnu hjá kennaranum.
Lifið heil