Saturday, October 26, 2002

mikið dæmalaust......
......er kalt úti. Veturinn er gengin í garð, fyrsti vetrardagur í dag. bbrrrrrr. Alltaf gott að koma til ömmu. Amma býr í Grafarvogi og það er nánast út í sveit. út um eldhúsgluggann sér maður Esjuna og út um forstofugluggann sér maður heilsubælið í Gervahverfi, sem sagt, úti í sveit. Í gærkvöldi var starfsmannapartý, gallinn við það var að það var úti á Álftanesi. Kennarinn þurfti að taka strætó. Ég var nú lengur en ég ætlaði enda var nokkuð gaman, merkilegt nokk þá kunna kennarar alveg að skemmta sér :).
Lifið heil

Wednesday, October 23, 2002

Sápur
Sjónvarpssápur eru vinsælt sjónvarpsefni og ekki eru menn á eitt sammála um það hvað það er. Leiðarljós og Neighbours eru gott dæmi um sápur. Neighbours er vönduð sápa sem gaman er að horfa á. Judging Amy er líka sápa (þó svo að Ása vilji ekki meina það) að mínu mati. Endalaust sömu vandamálin aftur og aftur. Einnig talaði Ása um að Independence Day væri uppáhaldsmyndin mín. Það er ekki alveg rétt. Mér finnst ID4 vera mjög góð mynd en alls ekki uppáhaldsmyndin. Haaaaaaaaa Ása. Ég og Ása höfum ekki verið alveg sammála um kvikmyndir í gegnum árin en erum þó sammála um það að Mars Attack er góð mynd.

En mesta sápa kvikmynda - og sjónvarpssögunnar er Star Wars..................,,Luke, I am your father"................jakkkk

Tuesday, October 22, 2002

Léleg sjónvarpskvöld
Mikið svakalega eru þriðjudagskvöld leiðinleg sjónvarpskvöld.Það er hreinlega ekkert í sjónvarpinu. Það gerist ekki oft að það sé lélegt á RUV, Stöð 2 og Skjá 1 á sama tíma, en þannig eru þriðjudagskvöldin. Ætli sjónvarpsstöðvarnar fái greitt frá kvikmyndahúsum, greitt til að hafa lélegt kvöld allavega einu sinni í viku? Það gæti verið. Eru menn ekki að tala um samsæri í hverju skúmaskoti hmmmmmmmm. Ætli maður stilli ekki bara á vitleysingana á OMEGA. Það er nú meira ruslið sem sú stöð hefur fram að færa. Mjög slæmur áróður, sérstaklega í sambandi við Ísrael og Palestínu. Það ætti að svipta þá útsendingarleyfi.
Lifið heil.
Hannibal the cannibal
Hægt er að fara á kvikmyndina Red Dragon í kvikmyndahúsum borgarinnar. Hér er á ferðinni fyrirtaksspennumynd sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Anthony Hopkins leikur sem fyrr Hannibal Lecter og gerir það óaðfinnanlega. Maður fær vissa hræðslutilfinningu þegar hann talar, brrrrrrrrrrrrrrrrrrr. Ralph Finnes og Emily Watson fara á kostum. Myndin er ekki fyrir viðkvæma.
obobob
Sagði Guðni Ágústsson vinur minn eitt sinn, eða var það kannski Jóhannes eftirherma? Það er einhver bévítans mánudagur í mínum nemendum, galsi og læti. Ég hef samt fulla stjórn á þessu, eða það vona ég allavega. Þetta eru yndislegir einstaklingar, mjög gefandi og skemmtileg. Það er langur dagur í dag, langur kennsludagur, fundir og viðvera. Nóg að gera hjá Valda teacher, í dag sem og alla daga. En það er bara gaman að því ekki satt?
Nú er hún Anna mín að fara til Akureyrar á föstudaginn og verður fram á þriðjudag, snökt snökt. Ég verð eins og vængbrotin fugl................
Kleifaberg kom í land í gær eftir góðan túr, tæplega 100 milljónir í aflaverðmæti sem verður að teljast dágott. Skipperinn var allavega sáttur og þá er nú mikið sagt.
Stolt siglir fleygið mitt :)

Sunday, October 20, 2002

Laugardagskvöld.....
..........til lukku. Var ekki einhver spekingurinn sem sagði það? Gærkvöldið var þokkalegt. Byrjaði á því að ég og hún Anna mín horðum á Gísla Martein, fínn þáttur hjá honum, verst að hann var með Bubba nokkurn Morthens í viðtali, en eins og þið vitið þá nístir það inn að merg og beini þegar hann tjáir sig um lansmál. Ég hætti að horfa þegar Bubbi kom. Hann á að halda sig við sönginn þessi vindhani. Spaugstofan tók við af Gísla og það var frábær þátturinn hjá þeim í gær. Spaugstofan er búin að kúpla sig inn, gott mál. Eftir Spaugstofuna var farið í Bingógallann og í sófapartý til Jóa vinar míns og félaga. Þar voru fáir og umræðan ekki á þeim level sem ég vildi. Lét mig hverfa en ætlaði að koma aftur sem ég gerði ekki og biðst ég hér með formlegrar afsökunar á því Mojo. Stjáni Saxafónn stórvinur minn að vestan pikkaði mig upp og við héldum til hans og síðan heim til mín þar sem við spjölluðum yfir rauðvínsglasi og vodka um gömlu dagana, gaman að því.
Allavega, sunnudagar eins og þeir eru. Nú er Anna mín að baka köku og það er hið besta mál :). Allt að gerast í Neighbours. Harold ætlar að opna heimili sitt fyrir heimilislausum og vakti það upp deilur í Ramsay götu. Lou er kannski að missa dóttir sína því hann komst að því eftir 6 ár að hann væri ekki kynfaðir stúlkunnar, Paul var næstum rekinn úr skóla og Flick og Tad eru að rotta sig saman. Sem sagt, ALLT AÐ GERAST.
Lifið heil.