Saturday, October 19, 2002

MA - ingar
Ég var í sakleysi mínu að hengja upp þvott á svölunum mínum að Eggertsgötu 4 þegar ég heyri kunnuglegan hlátur. Guðmundur Freyr (Gummu skáti) býr það nálægt mér að við getum spjallað saman úti á svölum. Gaman að því. Hann og hans ektakvinna, Guðrún Birna, og erfinginn Kjartan Sveinn hafa komið sér vel fyrir á stúdentagörðunum. Ég fékk pínu samviskubit enda á ég fyrir löngu að vera búin að heimsækja þau, skammskamm Valdi. Ég og Gummi náðum vel saman í Menntaskóla og sú vinátta má ekki glatast þannig að nú er um að gera..............
Ég fékk annað spark í fyrrakvöld þegar góðvinur minn hann Marinó Tryggvason hringdi í mig og bauð mér í heimsókn. Marinó og kvinnan hans, Hilma Aðaldalsmær, búa á stúdentagörðunum þannig að ég ætti nú að geta rölt til þeirra í mjólk og snúð. Marinó gæti blandað hinn fræga drykk, Castró kóla, sem var drukkin í gríð og erg úti í Mexíkó. Allavega sagði Marinó, Gummi, Hjalti og Jens mér það að Castró kóla væri það vinsælasta á Kúbu. Ég trúði þeim og smakkaði á þessu. Þessi drykkur var í einu orði sagt skelfilegur enda var þetta ekki eiginlegur drykkur, bara sambland að vínafgöngum og goslausum gosdrykkjum. Við skemmtum okkur allavega vel yfir þessum drykk sem og hinu sívinsæla íslenska brennivíni sem maður fékk alltaf að bragða á þegar maður fór í heimsókn í herbergi þeirra félaga úti á Mexíkó.
Ég var að hugsa hvort við ættum ekki að endurtaka þessa stemmningu núna í nóvember? Að hittast og gera okkur glaðan dag, heima hjá einhverjum eða í sal. Nú er ég að tala til allra þeirra sem voru úti í Mexíkó. Bara finna sal eða íbúð (kannski fulllítið) og láta það berast. Er ekki fínn salur á stúdentagörðunum sem má nýta? Það er einmitt partý í ,,Höskuldsbúð" í kvöld, veit eiginlega ekki hvað er verið að meina með húspartý. En ég veit af þessum sal og það má skoða það, ekki satt? Endilega látið vita hvernig ykkur finnst þessi hugmynd.
Nú er best að halda á að fara yfir verkefni og búa til verkefni og annað sem fylgir því að vera kennari.
Bið að heilsa í bili.

Friday, October 18, 2002

Sól skín í heiði
Borg óttans skartar sínu fegursta í dag, ekta haustveður. Verst að ég þarf að sitja inni. Sit núna á annarri hæð í Álftanesskóla og er að undirbúa næstu viku, horfi í átt til Reykjavíkur og öfunda þá sem geta tekið sér pásu og skroppið í ísrúnt eða bæinn. Nemendur mínir voru í sögu áðan og var ég að kenna þeim allt um ensku öldina sem var, eins og allir vita, frá 1400 - 1500. Þá sigldu hingað til lands Englendingar til að kaupa skreið. Við fengum vörur í staðinn. Í upphafi ensku aldarinnar gerði svarti dauði mikin urlsa hér á landi sem og annars staðar. Smá fróðleikur á þessum bjarta degi. Það skaðar engan, eða hvað?????????????

Róleg helgi framundan hjá kennaranum, að vísu þarf ég að vinna töluvert. Sumir halda að kennarar fara heim um svipað leyti og börnin, það er bara ekki rétt. Það er nóg að gera, mikil og skemmtileg vinna. Það er svo gefandi að vinna með börnunum.

Mojo vinur minn verður með sófapartý á laugardaginn. Allir að mæta í það. Bið að heilsa í bili.
Yfir og út

Wednesday, October 16, 2002

Gott að muna!!!!!
að við skrifum y - ef o,u eða ju er í skyldu orði. Dæmi: Synir (sonur), gylla (gull), byggi (bjuggu)............er sko að fara að kenna nemendum mínum þetta á morgun :). Go go teacher.......
Sem betur fer......
......er sjónvarpsþáttur er kenndur er við piparsvein hættur á Skjá 1. Þvílíkt rusl hefur aldrei ratað í íslenskt sjónvarp. Að þeir hafi sýnt þetta, haaaaalllllloooooooooooo, vont sjónvarpsefni, meira að segja verra en Temptation Island. Kaninn kemur sínum vændiskonum/körlum að í sjónvarpinu, gott hjá þeim eða þannig. Kaninn fær mínus í kladdann hjá kennaranum.....sveiattan.
Mojo - kvikyndagúrú
Jóhann Þórsson vinur minn og stórvinur ætlaði að koma í vídeó til mín í kvöld. Langt síðan við höfum tekið vídeó, gerðum mikið af því hérna áður fyrr, MIKIÐ. En hann kemst ekki í kvöld vegna híhíaaaahííííaaa æfingar, einhver bardagalist. Gott hjá honum að æfa það, veit bara ekki hvað það er, EN ég vil að við vinirnir kíkjum á mynd annað kvöld. Hef samband, hvað segir Mojo vinur minn um það (Anna kærasta mín kallar hann það, gott nafn)?.
Búðarkassar og fólkið á bak við þá
Verð að blanda mér í þá umræðu sem farin er af stað um starfsfólkið á bak við kassana. Hilma, Ása og Guðrún Birna hafa vakið máls á því hvað þetta fólk á bágt..........Ég er ekki sammála. Ég á mikil samskipti við þetta fólk og ég reyni eftir fremsta megni að brosa og koma vel fram EN, oftar en einu sinni hef ég fengið hroka og fýlusvip til baka. En það er svo sem eðlilegt, fólk er misjafnt og stundum er það ekki vel upplagt og því í fýlu en þá á það að vinna aðra vinnu. Sjálfur er ég kennari og það hvarlar ekki að mér að sína börnunum ef ég er í vondu skapi, þá reyni ég að brosa og gleyma mínum áhyggjum, það á fólkið a bak við kassann að gera líka. Ef einhver er með frekju við þetta blessaða fólk á það bara að brosa og láta þetta ekki hafa áhrif á sig. Ég er ekki með þessum orðum að tala niður til fólks sem vinnur í búð, einungis að benda á það að það valdi sér þessa vinnu og má því búast við þessu. Alveg eins og með kennarastarfið, nema hvað ég tel að fólk í búð sé með hærri laun en meðalgrunnskólakennari.............
Lifið heil.
p.s.ítreka að ég er ekki að segja að það eigi að sína starfsfólki í búð einhverja óvirðingu..........

Tuesday, October 15, 2002

Kennsla
Er að fara að ræða við nemendur um hlutverk kynjanna, eiga konur ekki heima í eldhúsinu eða er ég eitthvað að rugla???????????????heeehhh
Bandarískir ættjarðarsöngvar
Er einhver sem veit um hvar ég fæ t.d. bandaríska þjóðsönginn á disk? Látið mig þá vita.
Kaninn.

Robbi Fiskur.........
......vinur hans Jóa og mjög bitur maður skrifar grein um Bush og hálftíma ræðu hans. Jói stórvinur minn og vinstrimaður hvatti mig til að lesa þessa grein sem og ég gerði. R.Fiskur er sí og æ að hora á fortíðina, að sjálfsögðu megum við ekki gleyma henni en hvernig væri að Jói og þessi ágæti R.Fiskur losuðu sig við þessa fortíðarhugsun og horfðu fram á vegin. Er ekki svo að við lifum á því herrans ári 2002? Er ekki svo að SÞ og heimurinn fylgist betur með því sem er að gerast í dag heldur en árið 1988 eða 1990? Heldur R.Fiskur og Jói að alþjóðasamfélagið sætti sig við árásir USA á Írak? Ég er oft á tíðum fylgjandi stefnu USA en ég er ekki á því að það eigi að ráðast á landið að svo stöddu. Saddam þarf að víkja, það er engin spurning, held bara að það gerist ekki endilega með árásum á Írak. Menn tala um olíu og að USA horfi eingöngu á það. Það getur vel verið að það spila einhverja rullu í þessu máli, en ég verð allavega rólegri ef vestrænar þjóðir eða lýðræðisleg ríkisstjórn fari með olíumál í Írak. Saddam má ekki gera hvað sem er, Ariel Sharon má ekki gera hvað sem er en ég óttast Saddam mun meira en Sharon. Ég held að Saddam sé mun meiri ógn við heimsfriðinn heldur en Sharon. Það er allavega mín skoðun.

R.Fiskur er bitur maður, allavega les ég það út úr þessari grein hans. Hann vitnar ekki í heimildir sem er stór mínus. Það getur vel verið að hann sé fínn penni en alls ekko nógu sannfærandi.
Lifið heil.

Monday, October 14, 2002

Hjálp.....
.....því mig vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Það er svakalega mikið að gera þegar maður er kennari, já seisei. Var að enda við að fara yfir próf í Íslandssögu hjá 7.bekk, kom bara nokkuð vel út. Var einnig að fara yfir verkefni í ensku hjá 7.bekk, voru sko að vinna með I do, he does o.s.frv. Vá það er mikið að gera en samt gaman.
Hef samt ekki haft tíma í ritdeilur okkar Jóhanns. Kemur seinna..........

Sunday, October 13, 2002

NICE
Er að fara undir teppi með popp og pepsi Max að horfa á Mávahlátur með minni heittelskuðu. Svo förum við nú bara í koju. Ættum kannski að fara í stuttan göngutúr, svo fínt veður í borg óttans í kvöld..........
Gísli Marteinn
Gísli Marteinn var með mjög góðan þátt á RUV í gærkvöldi. Það var náttúrulega snillingur í viðtali, Guðni vinur minn Ágústsson. Guðni fór á kostum sem endranær. Spaugstofumenn áttu slæman dag. Var ekki alveg að gera sig þátturinn hjá þeim. Mikið hefur Pálmi frændi bætt á sig, haaaaaaaaaa........
Sunnu,sunnu,sunnudagur
Blessaður sunnudagur, maður gerir yfirleitt sáralítið á sunnudögum annað en að horfa á Neighbours og sofa út. Að vísu var þessi dagur nokkuð anna(ekki Anna mín)samur. Strákarnir (synir Önnu) fóru í morgun. Ég hef verið að undirbúa kennslu næstu viku í dag og einnig skrapp ég uppí sveit, þ.e.a.s. Grafarvog og fékk nokkrar pönnukökur hjá henni Jónu ömmu. Alltaf gott að fá vestfirskar pönnukökur með sykri.
Ritdeilur okkar Jóhanns Fisk áttu að hefjast í dag en vegna anna (þó ekki anna sigga) komst ég ekki í rifrildisgírinn, því miður.

Ása vinkona mín heldur því fram að hún sé bara neikvæð. Það er ekki rétt. Hún hefur að vísu verið neikvæð undanfarið en hún má alls ekki fara í bloggverkfall, ég hef svo gaman af því að lesa hugleiðingar henna. Hvet alla (sem lesa þetta ef það eru þá einhverjir) til að senda Ásu meil eða skrifa í gestabókina, Ása má ekki hverfa af blogginu. Fáum skátakærasta hennar með okkur í lið, go Ása.