Saturday, October 12, 2002

Gott mál
Þessi laugardagur er búinn að vera fínn. Fór ásamt Önnu (kærustunni minni) og sonum hennar, Atla og Agli á flakk um borg óttans. Byrjuðum á því að fara í Tómstundarhúsið en þar er ekkert nema módel og stresshaugurinn fann sig ekki alveg þar. Strákarnir voru áhugasamir þannig að ég röltu um og skoðaði Titanic model, það var svo sem fínt sko. Síðan lá leið okkar í Perluna þar sem ég keypti fullt af nammi (það er sko handa gestum - ekki mér heeehhh). Í Perlunni er markaður með geisladiska,spólur,nammi,dvd o.s.frv. en ég fór samt fúll því ég fann ekki geisladisk sem inniheldur bandaríska ættjarðarsöngva, er einhver sem veit hvar ég fæ svoleiðis diska, ha?Látið mig þá vita. Síðan lá leiðin í ferlíkið Smáralind og þar komst maður hvorki lönd né strönd fyrir fólki en ferlíkið er víst 1 árs um þessar mundir. Sá samt Írafár spila og dúóið ,,nú er ég hlessa" tóku nokkra slagara. Ég keypti blöðruhund og kennaraprik í Smáralind. Síðan lá leið okkar á Laugaveginn en þar lokar víst allt klukkan 16:00 þannig að það var ekkert hægt að græða á því. En,,,,ekki allt búið, síðan vildu Anna, Egill og Atli fara í keilu, ég er nú ekki þessi keilukall sko en ég fór með. En, það var ekki hægt að fara í keilu því við vorum ekki búin að panta tíma, bévítans rugl. Strákarnir vildu fara í spilasalinn og það var svo mikill hávaði þarna og reykur að ég fékk höfuðverk, er ég að verða gamall? Nú er maður kominn heim og fara að búa sig undir GÍSLA MARTEIN OG SPAUGSTOFUNA Á RÚV Í KVÖLD. ÁFRAM RÚV.

Ása vinkona mín hefur breytt lúkkinu á síðunni sinni, kemur þokkalega út hjá henni. Hvet ykkur til að lesa hugleiðingar hennar, létta manni lundina svona þegar dag tekur að stytta.
Hvað er hún Hilma vinkona mín að læra? Hún á að gera fyrirlestur um fallegt heimili, ég hvet hana bara til að horfa á hinn ömurlega þátt ,,Innlit útlit".
.......................................
Mojo...
..vinur minn (Anna kærastan mín kallar hann Jóhann Þórsson það - fínt nafn) er að spá í hvort ég er búinn að gleyma honum. NEI, alls ekki. Ég hef lesið greinina eftir Fisk vin hans en á eftir að svara, þarf að gefa mér tíma, lítill tími þessa helgi þar sem ég er á fullu, stalst í tölvu í smástund, en hef í raun engan tíma. Fór samt í fínafína kínakína í gær og slappaði af, gaf blogginu smá frí. Jóhann, ritdeilur okkar fara á annað stig strax á morgun............

Friday, October 11, 2002

Mikið rosalega.....
....er ég þreyttur. Búið að vera törn í skólanum, samræmdu prófin og allt það. ,,Mínum" krökkum gekk þokkalega að ég held, það er náttúrulega einhverjir skriffinnar á námsmatsstofnun sem fara yfir þessi blessuðu próf, nú get ég ekkert annað gert en beðið og vonað. Föstudagar eru stressdagar Íslendinga, allir á fljúgandi ferð (að vísu eru allir dagar stressdagar hjá mér)á hlaupum í innkaupum. Svo eru menn að ná í Ríkið fyrir lokun, taka út pening og allt það sem tilheyrir. Þessi helgi verður mjög róleg hjá mér og minni kærustu. Synir hennar komu í heimsókn í gær og verða hjá okkur yfir helgina. Í gær fórum við á Ruby Tuesday og þaðan á Triple X í bíó. Sú mynd er merkilega góð, miðað við það sem ég hélt. Í kvöld er það síðan Nemo kafteinn á RUV eða leiðin til El Dorado á stöð 2, family thing þessa helgi sem er hið besta mál. Vona bara að ég geti haldið mér vakandi í kvöld.
Ég fór í þessar fínu gallabuxur áðan og mér til mikillar skelfingar sá ég að helv.... rennilásinn er ónýtur, er einhver sem kann að gera við það? Ómögulegt þegar svona gerist, haldi þið að það sé nú vesenið á mínum? Samt ekki neitt svaka mikið vandamál, þetta er nú smáræði eiginlega og ég ætti að skammast mín fyrir að vesenast yfir þessu þegar milljónir manna eiga ekki einu sinni föt, já svona er maður eigingjarn.........
Jæja bið að heilsa í bili. Atli (10 ára sonur Önnu) er í tindáta leik, ég ætla að vera með,,,vei, gaman að hverfa aftur í barndóm í smátíma, ekki satt?????

Thursday, October 10, 2002

Sé ekki eftir því
Guðrún Birna vinkona mín er eitthvað að velta því fyrir sér hvort ég sjái eftir því að hafa leitt Gumma og hana saman. Nei ég sé ekki eftir því, ég er ekkert smá stoltur af því. Ég var bara í smá stuði fyrir ,,fighting" um Davíð vin minn og þess vegna setti ég þetta svona fram. Já, ég og Guðrún erum sammála um það að það er bara einn kóngur.
Elvis has left the building.

Neineinei.........
........það má ekki alhæfa svona Guðrún Birna og Guðmundur Freyr (verð að rífast smá). Það kom í ljós í skoðanakönnun að Davíð Oddsson er vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar en í sömu könnun kom það jafnframt fram að hann er einnig óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar. Það má ekki taka eina niðurstöðu og einblína á hana. Mér er spurn, er eitthvað skrýtið að Davíð sé svona vinsæll. Hann kann að koma fyrir sig orði og er mjög slyngur stjórnmálamaður. Það fer í taugarnar á vinstri mönnum og því er hann líka eins óvinsæll og raun ber vitni. Er þá verið að segja að fólki sem finnst hann fínn og standa sig vel séu einhverjir vitleysingar? Ha, Gummi og Guðrún tala þannig. Gummi er að vísu að skamma okkur sem kjósa Sjálfstæðisflokkinn fyrir það að kjósa þann flokk vegna þess að Pétur Blöndal er í þeim flokki. Má ég þá spyrja, er samansemmerki á milli þess að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og vera sömu skoðunar og Blöndal. Ég er oft ósammála honum en ég kýs samt Sjálfstæðisflokkinn, er ég þá vitleysingur? Ég held nú barasta ekki. Ég horfði á þegar Pétur tók Jóhönnu í bakaríið, ef Jóhanna ætlar að koma fram í fjölmiðlum þarf hún að vinna vinnuna sína, það er alveg á hreinu. Ég vil málefnalegri umræður um pólitík, það fer í mínar fínustu þegar svona hlutum er varpað fram.
Lifið heil.


Gaman að því
Jónas vinur minn og félagi var ekkert ánægður með það að ég setti hann neðar á linklistann. Ástæðan fyrir því að ég gerði það var að fá viðbrögð frá honum, það er því vonandi að Johnny boy verði sískrifandi í framtíðinni. Go JET.............

Wednesday, October 09, 2002

Miðvikudagskvöld eru.....
þrælfín sjónvarpslvöld. Byrjar með fréttum og Kastljósi, síðan snilldarþátturinn ER (ég er ekki sammála henni Ásu minni, hún vill meina að ER sé þreyttur þáttur og eina sem gæti bjargað honum er kynlíf og eiturlyf - hmmmm, fínn þáttur eins og hann er - missi aldrei af ER). Eftir ER er svo Cold Feet á stöð 2, ég tek þann þátt bara upp núna því hún Anna mín er að læra á Þjóðarbókhlöðunni (próf hjá þeim á 3.ári í sálfræði á morgun)og ég ætla að horfa á hann með henni á eftir :). Svo er það Villi vinur minn á RUV á sama tíma og Cold Feet með þáttinn At, alveg ágætis þáttur hjá honum. Villi var að tala við Bubba Morthens, ég hef nú ekki mikið álit á þeim manni. Hann er þokkalegur tónlistarmaður en þess á milli á þessi ágæti maður að hafa munninn lokaðann. Það fer hryllingur um mig þegar Bubbi tjáir sig um þjóðfélagsleg málefni. Hann gerði það ekki í viðtali í Atinu en ég var sammála því sem hann sagði, merkilegt nokk. Hann fór ekki fögrum orðum um tónlist Bjarkar Guðmundsdóttur og er ég honum hjartanlega sammála. Ég er ekki hrifinn af þessu væli í henni. Allavega, miðvikudagskvöld eru fín sjónvarpskvöld. Lifið heil.
Bloggið.....
er það vinsælt að það er verið að tala um það í Kastljósiþætti kvöldsins. Lifi bloggið......
Gaman að því
Bloggið hans Gumma vinar míns frá Akureyri er að rumska af værum svefni. VIð bloggarar hljótum að fagna því, wilkommen Gummi.
Sakna.....
þess að hann Jónas vinur minn er ekki á blogginu, bara einn. Er ekki alveg nógu sáttur við myndir af einhverju misjöfnu, hef ekki gaman að því en það er nú bara ég. Ég hef ekki einu sinni hugmynd um hver er að skrifa á síðuna hans Jónasar. Hvet Jónas til að vera einn um síðu, kannski er ég svona gamaldags og þróunin er margir um hverja síðu EN, ég vin Jónas vin min og fyrrverandi herbergisfélaga aftur á bloggið með EIGIN síðu.Mér finnst þetta ekki vera síðan hans svo ég verð því miður að færa JET neðar á link listann minn, því miður.
Höfðingjar
Um daginn hitti ég heiðurshjónin Guðmund ,,skáta" Sveinsson og hans ágætu konu, Guðrúnu Birnu. Alltaf gaman að sjá þau og hitti ég þau því miður allt of sjaldan. Þarf að fara að bæta úr því þar sem ég bý nánast við hliðina á þeim. Hér með skora ég á sjálfan mig að heimsækja þau við tækifæri. Ég ber að einhverju leyti ábyrgð á því að þau náðu saman. Svona er maður, hjónabandsmiðill út og suður. Óska ég þeim til lukku með allt. Set hér með link á hana Guðrúnu, hún er nú búin að linka á mig :). Hvað er með hann Guðmund, er hann ekki með bloggið sitt virkt eða?????Þarf framsóknarmann á bloggið (var ég að ljóstra einhverju upp núna eða er hann Guðmundur ekki flokksbundinn, þegar stórt er spurt verður fátt um svör).
Samræmd próf
ALLIR nemendur í 4. og 7.bekk eru að fara í samræmd próf í íslensku og stærðfræði á morgun. Eins og margir vita er ég einmitt umsjónarkennari hjá 7.bekk V á Álftanesi. Það er ekki laust við að ÉG sé stressaður en nemendur er það ekki, sem er hið besta mál. Ég hef reynt að tala sem minnst um þessi próf, það er fáránlegt að gera einhverja grýlu úr þessum prófum því þá glata þau tilgangi sínum. Tilgangur samræmdra prófa nemenda í 4. og 7.bekk er að athuga hvar þau standa, það er ekki verið að taka mið að því hvort þau geti haldið áfram í Gagnfræðiskóla eður ei. 10.bekkjarsamræmduprófin eru allt annars eðlis. Ég vil auðvitað að ,,mínum" krökkum gangi vel. Við höfum verið í upprifjun þessa viku. Allavega er ég stresshaugurinn alveg að fara yfir um................að einhverju leyti hmmmmm.


Tuesday, October 08, 2002

Fréttablaðið..........
Ég hef alltaf sagt og stend við það að DV er eitt mesta sorprit sem gefið er út á Íslandi ásamt náttúrulega Séð og Heyrt. Munurinn er samt sá að Séð og heyrt gefur sig út fyrir að vera sorprit en DV tekur sig alvarlega. Fréttablaðið er snepill sem er borin út á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu (held það sé komið norður líka - aumingja norðanmenn). Þetta svokallaða blað lendir yfirleitt beint í ruslinu hjá mér eins og annar ruslpóstur. Hvar stendur Fréttablaðið á íslenskum dagblaðamarkaði?Það er í raun verra en DV því það veit ekki hvar það á að skilgreina sig. Fréttamennskan einkennist af samblandi af Séð og Heyrt, bylgjunni og DV, sem sagt algjört rusl. Ætli það sé ekki hægt að fá á pósthúsum miða sem maður límir á póstkassann sem bannar blaðburðarfólkinu að setja þennan ófögnuð í póstkassann? Jakkkk
Survivor hvað?????
Hvað eru þau alltaf að væla þarna í þessum sjónvarpsþáttum er kenndir eru við Survivor, haa, það er sól og hiti, ávextir og fiskur, vatn og fallegt umhverfi,,,,,það ætti að senda þau einn túr á frystitogara og athuga hvernig þau standa sig þar, já þar er sko ekkert elsku mamma, nei vinur minn. Þú ferð ekkert í hita og nice, þar er oft veltingur og kuldi og vinnsla við erfiðar aðstæður. Já, þau geta vælt þarna í Survivor á Tælandi, fnussssss.

Alvöru frystitogari ---- súkkulaðigæji úr Survivor hmmmm.


Merkilegt....
hvað maður er vængbrotinn í höfuðborg óttans þegar bíllinn bilar. Sérstaklega í ljósi þess að ég þarf að fara alla leið út á Álftanes til að fara í vinnu. Synd og skömm.


Monday, October 07, 2002

Kvótakerfið
Merkilegt að lesa síðu þeirra í ungliðahreyfingunni hjá Vinstri grænum, það er eins og allt sé að fara beina leið til andskotans. Ég hef allavega ekki orðið var við það. Það fer samt töluvert í taugarnar á mér þegar einstaklingar eru að gaspra um hluti sem þeir virðast ekki hafa hundsvit á.
,,Þess vegna er réttlátt að einstök byggðarlög fái sinn skerf veiðiheimilda, eins konar byggðakvóta, og þess vegna er mikilvægt að byggð haldist í landinu til að hægt sé að halda uppi raunhæfum ferðamannaiðnaði.
Stjórnvöld ættu fremur að endurskoða hið rangláta kvótakerfi en að einblína á stóriðju norðan Vatnajökuls þar sem einmitt eru sóknarfæri fyrir ferðamannaiðnaðinn. Byggðastefnuna þarf að hugsa upp á nýtt og hafa það að leiðarljósi að allir landsmenn búi við sömu möguleika, óháð búsetu
".
Þetta skrifaði ágætur pistlahöfundur á þessari síðu (tek það fram að þetta er brot úr pistli um Ísland sem borgríki).Mig langar að byrja á því að spyrja, hver á að ráða því hvað hvert byggðarfélag fær mikinn kvóta? Hvers vegna á kvótinn ekki að vera í höndum þeirra sem kunna að fara með hann? Reykvíkingar kalla sí og æ, þetta er kvótakerfinu að kenna en hafa svo sjálfir ekki migið í saltann sjó. Auknar kröfur eru gerðar um gæði aflans og frystitogararnir koma með besta hráefnið að landi. Stóriðja er ekki endilega eina svarið, en hún er engu að síður mjög gott svar til að sporna við fólksflótta. Hundruðir manna fá vinnu við uppbyggingu stóriðju. Hundruðir manna fá vinnu í stóriðju. Tugir manna fá vinnu við gerð jarðgangna fyrir austan og norðan (þá er ég ekki að telja með þá þjónustu sem þessir menn kaupa). Ég get ekki betur séð en það er nokkuð bjart yfir þessu litla landi okkar. Ísland verður seint borgríki................
Gestgjafar númer 1
Ég held að ég og hún Anna mín séum gestgjafar númer 1 á þessum stúdentagörðum. Jói vinur okkar var í dinner á laugardaginn og var þá eldað þetta dýrindis pasta. Í kvöld var Nonni bróðir í þessu fína svínakjöti. Að vísu borðar hún Anna mín ekki kjöt þanning að hún fékk sér salat og jarðepli með tilheyrandi sykurhúð. Ég hugsa samt að ég sé að verða hálfgerð grænmetisæta, hef vanið mig á ferskt salat og ávexti, kjötið er til hátíðarbrigða. Held að þetta sé gott mál, viss um að hún Ása vinkona mín frá því í MA sé sammála því. Salat á diskinn minn, já takk...........hmmmmm, nei ég er nú enn Vestfirðingur og sannur sjóari, það verður að vera kjöt líka, allavega annað slagið er það ekki?

Sunday, October 06, 2002

Bin helvítis Laden
Nú hafa menn séð það svart á hvítu að Bin helvítis Laden er á lífi. Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera í Katar spilaði 2 mínútna upptöku með Bin helvítis Laden í kvöld þar sem hann hótaði frekari árásum á bandarísk skotmörk. Það þarf að fara að ná þessum brjálæðingi. Það getur vel verið að Bandaríkjamenn hafi ekki alltaf verið mannanna bestir en geðveikin í Bin helvítis Laden nær ekki nokkurri átt. Hann þarf að nást, ef þú hefur einhverjar upplýsingar um dvalarstað Bins helvítis Ladens þá hringdu í FBI.......eða bara beint í George W. Bush,,,,,,,ha.
Þynnka
Dagurinn í dag hefur einkennst af þynnku hjá okkur hjónum. Bara búin að gera það sem ,,venjulegt" fólk gerir á sunnudagi - nákvæmlega ekki neitt. Horfðum að vísu á eina bíómynd, My Big Fat Greek Wedding", alveg fínasta mynd, svona þægileg þynnkumynd. Í gærkvöldi eldaða mín heittelskaða Anna alveg dýrindis pasta. Við buðum Jóa vini mínum og vinstri manni í mat. Maturinn var frábær og það er svo gaman að vera í svona gestgjafahlutverki. Að vísu er Jói okkar ekki beint formlegur gestur þar sem hann er alltaf velkomin í heimsókn til okkar ásamt öllum okkar vinum og meira að segja vinum þeirra. Pínu flókið eða hvað?????? Jói lét sig svo hverfa í eitthvað partý og það er nú vonandi að það hafi hlaupið á snærið hjá okkar manni. Ég og hún Anna mín héldum upp í Kópavog ásamt illmenninu (Jón Hartmann - kallaður illmennið í daglegu tali :) )og tókum hús á Halla og Sibbu. Sátum þar í góðu yfirlæti þar til við fórum á Kaffi RVK til að kíkja á Ragga Bjarna. Ágætis kvöld alveg. En þynnkan sagði til sín í dag, bévítans timburmenn.
Bið að heilsa í bili.